Nokia 5800 XpressMusic - Leiðaráætlun

background image

Leiðaráætlun

Skipuleggðu ferðalagið með því að búa til leið og skoða hana

á korti áður en lagt er af stað.
Veldu

Valmynd

>

Kort

.

Leið búin til

1. Bankaðu á staðsetningu á kortaskjánum. Til að leita að

heimilisfangi eða stað velurðu

Leita

.

2. Bankaðu á upplýsingasvæði staðsetningarinnar ( ).
3. Veldu

Bæta við leið

.

4. Til að bæta við öðrum leiðarpunkti velurðu

Nýr

leiðarpunktur

og svo viðeigandi valkost.

Röð leiðarpunkta breytt

1. Veldu leiðarpunkt.
2. Veldu

Færa

.

3. Bankaðu á staðinn sem þú vilt færa leiðarpunktinn á.
Staðsetningu leiðarpunkts breytt — Bankaðu á

leiðarpunktinn, veldu

Breyta

og svo viðeigandi valkost.

Leið skoðuð á kortinu — Veldu

Sýna leið

.

Leiðsögn til áfangastaðar — Veldu

Sýna leið

>

Valkostir

>

Keyra af stað

eða

Byrja að ganga

.

Stillingum fyrir leið breytt

Leiðarstillingar hafa áhrif á leiðsögn og það hvernig leiðin

birtist á korti.
1. Á leiðaráætlunarskjánum skaltu opna Stillingar flipann.

Til að fara af leiðsöguskjánum yfir á

leiðaráætlunarskjáinn velurðu

Valkostir

>

Leiðarp.

eða

Leiðarpunktalisti

.

2. Stilltu ferðamátann á

Aka

eða

Ganga

. Ef þú velur

Ganga

er litið á einstefnugötur sem venjulegar götur, og hægt

er að nota gönguleiðir um t.d. almenningsgarða og

verslanamiðstöðvar.

3. Veldu valkost.
Veldu göngustillingu. — Opnaðu Stillingar flipann og veldu

Ganga

>

Kjörleið

>

Götur

eða

Bein lína

.

Bein lína

stillingin er gagnleg utan vega þar sem hún tilgreinir

gönguátt.
Fljótlegri eða styttri akstursleið notuð — Opnaðu

Stillingar flipann og veldu

Aka

>

Leiðarval

>

Fljótlegri leið

eða

Styttri leið

.

Notkun bestu leiðar — Opnaðu Stillingar flipann og veldu

Aka

>

Leiðarval

>

Fínstillt

. Besta leiðin sameinar kosti

bæði stystu og fljótlegustu leiðarinnar.
Einnig er hægt að velja hvort eigi að leyfa eða forðast

hraðbrautir, tollskylda vegi eða ferjur.

Kort

© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.

69

background image

14. Tengimöguleikar

Tækið býður upp á ýmsa valkosti við að tengjast internetinu

eða öðru samhæfu tæki eða tölvu.

Gagnatengingar og aðgangsstaðir

Tækið styður pakkagagnatengingar (sérþjónusta), t.d. GPRS í

GSM-símkerfi. Þegar tækið er notað í GSM- og 3G-símkerfum

er hægt að hafa margar gagnatengingar í gangi samtímis og

aðgangsstaðir geta deilt gagnatengingu. Í 3G-símkerfinu er

ekki slökkt á gagnatengingu þegar símtal er í gangi.
Einnig er hægt að koma á gagnatengingu við þráðlaus

staðarnet. Aðeins er hægt að tengjast við einn aðgangsstað

fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins

vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Til að koma á gagnatengingu verður aðgangsstaður að hafa

verið valinn. Hægt er að tilgreina mismunandi gerðir

aðgangsstaða, líkt og:
● MMS-aðgangsstað til að senda og taka við

margmiðlunarskilaboðum,

● Internetaðgangsstað (IAP) til að senda og taka við

tölvupósti og tengjast við internetið

Upplýsingar um hvaða gerð aðgangsstaðar þarf að nota fyrir

tiltekna þjónustu fást hjá þjónustuveitu. Þjónustuveitan

gefur upplýsingar um pakkagagnaþjónustu og áskrift að

henni.

Stillingar símkerfis

Veldu

Valmynd

>

Stillingar

og

Tengingar

>

Símkerfi

.

Tækið getur skipt sjálfkrafa á milli GSM- og UMTS-

símkerfanna. GSM-símkerfi eru sýnd með . UMTS-símkerfi

eru sýnd með

.

Veldu úr eftirfarandi:

Símkerfi

— Veldu hvaða kerfi þú vilt nota. Ef þú velur

Tvöfalt kerfi

skiptir tækið sjálfkrafa á milli GSM- og UMTS-

símkerfanna í samræmi við kerfisstillingar og

reikisamninga á milli þjónustuveitna. Þjónustuveitan

veitir nánari upplýsingar um reikigjöld. Þessi valkostur

sést aðeins ef þjónustuveitan styður hann.
Reikisamningur er samningur milli tveggja eða fleiri

þjónustuveitna um að leyfa notendum einnar veitunnar

að nota þjónustu hinna.

Val á símafyrirtæki

— Veldu

Sjálfvirkt

til að stilla tækið

þannig að það leiti að og velji eitt af þeim símkerfum sem

eru í boði, eða

Handvirkt

til að velja símkerfi af lista. Ef

tengingin rofnar við símkerfið, sem valið var handvirkt,

gefur tækið frá sér hljóðmerki og biður um að símkerfi sé

valið aftur. Símkerfið sem er valið verður að vera með

reikisamning við heimakerfið þitt.

Um endurvarpa

— Láttu tækið gefa til kynna þegar það

er notað í farsímakerfi sem byggir á örbylgjutækni (MCN)

og til að virkja móttöku upplýsinga frá endurvarpa.