
Að hreyfimyndatöku lokinni
Að hreyfimyndatöku lokinni skaltu velja úr eftirfarandi
(aðeins hægt ef þú hefur valið
Valkostir
>
Stillingar
>
Sýna myndskeið
>
Já
):
●
Spila
— Til að spila myndskeiðið sem þú varst að taka
upp.
Myndavél
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
58

●
— Til að hlaða myndinni upp í samhæft netalbúm.
●
Eyða
— Til að eyða myndskeiðinu.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann
og taka upp nýtt myndskeið.
12. Staðsetning (GPS)
Hægt er að nota forrit á borð við GPS-gögn til að reikna út
staðsetningu eða mæla fjarlægðir. Þessi forrit krefjast GPS-
tengingar.
Um GPS
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af
Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á nákvæmni þess og
viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða fyrir
áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru
af Bandaríkjastjórn og kann að breytast í samræmi við stefnu
varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um borgaralegt GPS og
alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði
gervihnatta getur einnig haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning,
byggingar, náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna
að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja. Verið getur að
GPS-merki náist ekki inni í byggingum eða
neðanjarðargöngum og þau geta orðið fyrir áhrifum frá
efnum eins og steypu og málmi.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar
og aldrei ætti að treysta eingöngu á staðsetningargögn frá
GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir staðsetningu eða
leiðsögn.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og
sléttunarvillur eru mögulegar. Nákvæmnin veltur einnig á
móttöku og gæðum GPS-merkja.
Hnitin í GPS-tækinu eru gefin upp samkvæmt alþjóðlega
WGS-84 hnitakerfinu. Það er mismunandi eftir svæðum hvort
hnit séu í boði.
A-GPS (Assisted GPS)
Tækið styður einnig GPS með leiðsögn (A-GPS).
A-GPS er sérþjónusta.
Assisted GPS (A-GPS) er notað til að fá hjálpargögn með
pakkagagnatengingu og hjálpar við að reikna út hnit
staðsetningar þinnar þegar tækið tekur við merkjum frá
gervitunglum.
Þegar þú kveikir á A-GPS tekur tækið á móti
gervihnattaupplýsingar frá hjálpargagnamiðlara um
farsímakerfið. Tækið getur verið fljótara að ná GPS-
staðsetningu ef hjálpargögn eru notuð.
Tækið er forstillt þannig að það noti Nokia A-GPS þjónustuna,
ef engar sérstakar A-GPS stillingar frá þjónustuveitunni eru í
boði. Hjálpargögnin eru aðeins sótt frá Nokia A-GPS
þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.