Uppfærslur tækisins
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
og
Sími
>
Símastjórnun
>
Uppfærslur tækis
.
Með Uppfærslum tækisins geturðu tengst við miðlara og
fengið samskipanastillingar fyrir tækið, búið til ný
miðlarasnið eða skoðað þær hugbúnaðarútgáfur og
upplýsingar um tækið sem til eru og skoða og vinna með þau
miðlarasnið sem eru til staðar.
Ef símkerfið styður hugbúnaðaruppfærslur með
ljósvakaboðum kannt þú einnig að geta beðið um uppfærslur
úr tækinu.
Þú getur fengið miðlarasnið og ýmsar samskipanastillingar
frá þjónustuveitu eða upplýsingadeild. Þessar
samskipanastillingar geta verið fyrir tengingu og aðrar
stillingar sem ýmis forrit í tækinu nota.
Til að tengjast miðlaranum og taka við samskipanastillingum
fyrir tækið skaltu velja
Valkostir
>
Miðlarasnið
, snið og
Valkostir
>
Hefja stillingu
.
Til að búa til miðlarasnið skaltu velja
Valkostir
>
Miðlarasnið
>
Valkostir
>
Nýtt miðlarasnið
.
Til að eyða miðlarasniði skaltu velja sniðið og
Valkostir
>
Eyða
.
Til að athuga með uppfærslur á hugbúnaði skaltu velja
Valkostir
>
Leita að uppfærslum
.
Viðvörun:
Það að hlaða hugbúnaðaruppfærslum getur falið í sér stórar
gagnasendingar (sérþjónusta).
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða
tengdu hleðslutækið áður en uppfærslan er ræst.