Aðgerðir á snertiskjá
Smella og tvísmella
Til að opna forrit eða aðra aðgerð á snertiskjánum smellirðu
yfirleitt á skjáinn með fingri eða skjápenna. En til að opna
eftirfarandi atriði þarftu að tvísmella á þau.
● Atriði á lista í forriti, svo sem Drög í möppulistanum í
Skilaboðum.
Ábending: Þegar listaskjár er opnaður er fyrsta
atriðið auðkennt. Til að opna auðkennda atriðið
smellirðu einu sinni á það.
● Forrit og möppur á valmyndinni þegar listaskjár er
notaður
● Skrá á skráarlista, til dæmis mynd á mynda og
hreyfimyndaskjá í Galleríinu.
Ef smellt er á skrá eða svipað atriði einu sinni opnast það
ekki, en verður auðkennt. Til að sjá tiltæka valkosti fyrir
Tækið tekið í notkun
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14
viðkomandi atriði velurðu
Valkostir
eða velur tákn á
tækjastikunni, ef slíkt er í boði.
Velja
Í þessum notendaleiðbeiningum er opnun forrita eða atriða
með því að smella á þau einu sinni eða tvisvar kallað að
"velja". Ef þú þarft að velja nokkur atriði í röð er skjátextinn
sem valinn er aðgreindur með örvum.
Dæmi: Tl að velja
Valkostir
>
Notendahandbók
skaltu smella á
Valkostir
og síðan á
Notendahandbók
.
Draga
Til að draga seturðu fingurinn eða skjápennan á skjáinn og
rennir honum yfir skjáinn.
Dæmi: Til að fletta upp eða niður á vefsíðu dregurðu
síðuna með fingrinum eða skjápennanum.
Sveifla
Til að sveifla rennirðu fingrinum hratt til vinstri eða hægri á
skjánum.
Dæmi: Þegar mynd er
skoðuð sveiflarðu henni
til vinstri eða hægri til
að sjá næstu mynd eða
fyrri mynd, eftir því sem
við á.
Skjár opnaður með
stroku
Strjúktu til að aflæsa snertiskjánum — Strjúktu frá hægri
til vinstri til að aflæsa snertiskjánum án þess að svara
símtalinu. Slökkt er sjálfkrafa á hringitóninum. Ýttu á
hringitakkann til að svara símtali eða á endatakkann til að
hafna símtali.
Strjúktu til að svara símtali — Strjúktu frá vinstri til hægri
til að svara símtali.
Strjúktu til að slökkva á hringingu — Strjúktu frá vinstri
til hægri til að slökkva á hringingu. Strjúktu frá hægri til
vinstri til að stilla vekjara á blund.
Fletta
Til að fletta upp eða niður á lista sem er með flettistiku
dregurðu rennibraut flettistikunnar.
Á sumum listaskjám geturðu flett með því að setja fingurinn
eða skjápennann á atriði á listanum og draga það upp eða
niður.
Dæmi: Til að fletta gegnum tengiliði seturðu fingurinn
eða skjápennann á tengilið og dregur upp eða niður.
Ábending: Til að sjá stutta lýsingu á táknum og
hnöppum seturðu fingurinn eða skjápennann á táknið
eða hnappinn. Ekki eru til lýsingar á öllum táknum og
hnöppum.
Ljós á snertiskjá
Ef skjárinn er ekki notaðu í tiltekinn tíma slokknar á ljósi hans.
Til að kveikja á skjáljósinu smellirðu á það.
Tækið tekið í notkun
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
15
Ef snertiskjárinn og takkarnir eru læstir kviknar ekki á ljósinu
þótt smellt sé á skjáinn. Til að taka skjáinn og takkana úr lás
skaltu renna lásnum til.